Retreat 2020

Endurnærandi ferð til Guatemala

Komdu með í endurnærandi ferð til Guatemala í náttúruparadís við Atitlan-vatnið

Gefðu þér gjöf og farðu á vit ævintýranna með góðum hópi fólks. Aðaláhersla ferðarinnar er líkamleg og andleg hreinsun þar sem hið hjartaopnandi hreina kakó spilar stóran sess. Dagskráin innifelur kakóathafnir, tónheilun, hugleiðslustundir, yoga sem hentar byrjendum sem lengra komnum, yoga nidra, djúpöndunaræfingar, áhugaverða tíma með gestakennurum og rými til sjálfsvinnu, hvíldar og uppgötvunar.

Gist verður í hinu fallega og umhverfisvæna Lomas de Tzununa sem stendur á hæð með mögnuðu útsýni yfir Atitlan-vatnið og eldfjöllin sem umlykja það. Þar verður dekrað við líkama og sál en Lomas státar af sundlaug, temazcal eða sauna að hætti mið-Ameríkubúa, fyrsta flokks eldhúsi þar sem heilnæmar grænmetimáltíðir verða útbúnar og einkabryggju við vatnið þar sem hægt er að synda, en sagt er að þegar maður hafi einu sinni synt í Atitlan-vatninu muni maður koma aftur og aftur á þennan magnaða stað.

Fjölmargir smábæir eru við Atitlan-vatnið með litríku mannlífi, fallegum textíl og mið-Amerískum sveitasjarma. Undanfarna áratugi hafa safnast saman við vatnið andlega þenkjandi einstaklingar alls staðar að sem hefur gert það að spennandi áfangastað fyrir fólk sem hefur áhuga á að rækta líkama og sál. Allt um kring er gullfalleg náttúra sem hægt að kanna, til dæmis með fjallgöngu upp á San Pedro eldfjallið.

Ferðina leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari, yoga nidra kennari og tónheilari. Kamilla hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil og kynntist kakóinu og Guatemala fyrst árið 2016 og hefur síðan margoft heimsótt landið og undafarin tvö ár skipulagt hópferðir þangað. Hún hefur notað kakóið til að efla andlega og líkamlega heilsu, dýpka hugleiðslu og yogaiðkun en það hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu.

Í síðustu ferðir komust færri að en vildu en þetta hafði Elsa María Blöndal að segja: "Ég rakst á auglýsinguna um kakóferð með Kamillu til Guatemala á háréttum tímapunkti í lífi mínu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað bjó í þessum galdradrykk, hinu hreina kakói og það má með sanni segja að þarna hafi forvitnin leitt mig á réttar slóðir! Þvílíkur lúxus að fá að verja tveimur vikum í hreina sjálfsskoðun, stunda jóga við sólarupprás í algjörlega kyngimögnuðu umhverfi og fá að kynnast menningu Maya Indíána ómengaðri. Ég get ekki mögulega mælt meira með þessu ferðalagi. Á hvaða stað sem þú kannt að vera á í lífinu, þá kemur Kamilla til með að halda þétt utan um þig, leiða þig á nýjar slóðir og opna leiðir í andlegri vegferð sem þú vissir ekki að væru mögulegar. Og hún gerir það af skilningi, umhyggju og hlýlegri festu. Orðið sem er mér efst í huga eftir ferðina mina til Guatemala með tuttugu og tveimur stórkostlegum einstaklingum er án efa þakklæti. Það er gjöf sem vert er að gefa sjálfum sér."

Ferðin er 13 nátta ferð 17.-30. janúar 2020. 

Innifalið er:

 • Gisting í Lomas de Tzununa 
 • Grænmetisfæði – þrjár máltíðir á dag 
 • Kakóhugleiðslur og kakóathafnir 
 • Yoga og yoga nidra 
 • Öndunaræfingaprógramm
 • Hópavinna, ráðgjöf og ýmis sjálfsvinna 
 • Dagsferð með bát til San Juan á ýmsa markaði 
 • Mayan temazcal/saunabað

Ekki innfalið:

 • Flug
 • Gisting í USA (ein nótt á leið út og ein á leið heim)
 • Ferðir til og frá flugvelli

VERÐ

 • 255.000 krónur á mann miðað við tvo í sérbýli með tveimur tvíbreiðum rúmum, baðherbergi með sturtu og rúmgóðum svölum með útsýni yfir vatnið
 • 225.000 krónur á mann miðað við þrjá í sérbýli með tvíbreiðu rúmi og koju, baðherbergi með sturtu og rúmgóðum svölum með útsýni yfir vatnið 

   Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í hópabókun á vegum Icelandair og American Airlines og er verð í kringum 130.000 krónur. Þá er gist í Newark, NJ í eina nótt á leið út og heim á kostnað þátttakenda. Hjá Icelandair er hægt að greiða með punktum sé þess óskað. Kjósi þátttakendur að taka ekki þátt í hópabókun er ráðgjöf um hentugar flugleiðir í boði. Einnig er hægt að bóka bílferðir frá flugvellinum í Guatemala City til Lomas de Tzununa í gegnum skipuleggjendur. Allar nánari upplýsingar veitir Kamilla en hægt er að hafa samband í gegnum Facebook síðuna eða á kamilla@kako.is. Athygli er vakin að ferðin er áfengis- og vímuefnalaus. 

   Takmarkað pláss er í boði. 

   Við bókun greiðist 40.000 króna óendurgreiðanlegt staðfestingargjald. Þann 1. desember skal fullgreiða ferðina. Hægt er að dreifa greiðslum í samráði við skipuleggjendur (fyrir utan flug sem skal greiða eftir tilmælum Icelandair og American Airlines). 

   Komdu með í paradís ♥


   Umsögn frá Rögnu Sæmundsdóttur:
   "Þetta var með betri ferðum sem ég hef farið. Svo afslappað, gott, fróðlegt, gaman og hollt og ég er enn svo glöð og þakklát fyrir hana. Frábært skipulag og dásamlegt prógram. Fjölbreytt dagskrá, hæfilega þétt en þó sveigjanleiki. Agi en samt frjálslegt. Allar seremóníur yndislegar og jógað guðdómlegt. Morgunjóga uppi í fjallinu með útsýnið þarna yfir vatnið og eldfjöllin var himnaríki líkast og ég á erfitt með að ímynda mér að hægt sé að toppa það.
   Geggjaður matur og yndislegt fólk. Eftir ferðina hefur mér liðið mun betur en áður, þökk sé endurnærandi hvíld og ró, verkefnum og góðri tilbreytingu. Maður kann að meta betur það sem maður hefur en á sama tíma þráir maður að komast sem fyrst aftur í þessa dásemd." 
    

   HAFA SAMBAND

   Ýttu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndir frá fyrri ferðum.