Sendingarleiðir
Hjá kako.is bjóðum við upp á nokkrar sendingarleiðir:
1) Sæktu pöntunina þína á einum af Dropp stöðum víða um land. Ef þú verslar fyrir meira en 15.000 krónur bjóðum við upp á fría sendingu með Dropp. Ef pantað er fyrir undir 15.000 krónur er sendingarkostnaður með Dropp 550 krónur á höfuðborgarsvæðinu og 800 krónur utan þess.
2) Samdægurs heimsending á höfuðborgarsvæðinu - 1200 kr. Ef þú pantar fyrir kl. 12 á hádegi færðu pöntunina senda heim að dyrum.
3) Samdægurs á suðvesturhorni - 1200 kr. Ef þú pantar fyrir kl. 12 á hádegi færðu pöntunina senda heim að dyrum. Þessi sendingarleið á við um Reykjanesbæ, Grindavík, Garð, Sandgerði, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrabakka, Stokkseyri og Akranes.
4) Utan höfuðborgarsvæðis með Flytjanda - 1200 kr. Þú færð pöntunina senda á næstu Flytjandastöð víðsvegar um landið. Hér má finna lista yfir Flytjandastöðvar.
Frá og með 1. september 2021 lokar afgreiðsla Gorilla vöruhúss og því verður ekki hægt að sækja pantanir þangað. Ef þú vilt nálgast kakó strax getur þú farið í EKOhúsið, Síðumúla 11, Heilsuhúsið í Kringlu, Ljósheima í Borgartúni 3 og í Systrasamlagið á Óðinsgötu 1.