Að útbúa kakóbolla

Kakó er hægt að nota á marga vegu, útbúa heitan kakóbolla, setja í hristinginn, út á grautinn eða í hnetumixið. Hægt er að nota kakó sem náttúrlegan orkugjafa inn í daginn eða til að komast í ró fyrir svefn. Mayar og aðrir menningarhópar hafa í aldanna rás notað kakó sér til heilsubótar og til að dýpka andlegan skilning.

Hér eru nokkrar góðar leiðir til að útbúa kakóbolla.

Aðferð 1:
Saxaðu 20 grömm, um tvær matskeiðar, og bættu því ásamt hálfum bolla af köldu vatni í pott, leyfðu að hitna vel án þess að suðan komi upp. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Aðferð 2:
Ef NutriBullet eða lítill blandari er til á heimilinu er hægt að sjóða vatn og setja í hálfan bolla og leyfa að kólna aðeins áður en það er sett í blandarann ásamt kakóinu. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Kakó collagen prótein latté - uppskrift frá Ásdísi Rögnu grasalækni
1 bolli heitt kaffi eða soðið vatn
Dass af möndlumjólk
1/2 tsk kanill
1/2-1 msk kakó
3-5 dropar English toffee stevía frá Now
1 mæliskeið Collagen duft
1/2 msk chia fræ
1 tsk - 1/2 msk smjör eða MCT olía

Hráefni er sett í blender og drekka svo í botn!

Skotheldir systrabollar frá systrunum í Systur og makar
Katla
2 mæliskeiðar Collagen, Feel Iceland
20g kakó
1 stór bolli soðið vatn
15 g saltlaust smjör
15 g MCT olía með Choco bragði
3-4 dropar NOW stevía English Toffee
Nokkrir piparmyntudropar

Blanda öllu saman í Nutribullet og njóta


María Krista
2 mæliskeiðar Collagen, Feel Iceland
20g kakó
1 stór bolli sterkt kaffi
15 g saltlaust smjör
15 g MCT olía með Vanillu Hazelnut bragði
3-4 dropar NOW stevía French Vanilla

Blanda öllu saman í Nutribullet og njóta

Kynntu þér töfra kakósins. Þú getur keypt kakó í vefversluninni og einnig er hægt að kaupa kakó versluninni Systur & Makar í Síðumúla 21, Amala orkusteinum í Sundaborg 1, í Ljósheimum í Borgartúni 3 og ilmandi kakóbolla í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1. Heilsaðu upp á hjartað þitt.