Að útbúa kakóbolla

Kakó er hægt að nota á marga vegu, útbúa heitan kakóbolla, setja í hristinginn, út á grautinn eða í hnetumixið. Hægt er að nota kakó sem náttúrulegan orkugjafa inn í daginn eða til að komast í ró fyrir svefn. Mayar og aðrir menningarhópar hafa í aldanna rás notað kakó sér til heilsubótar og til að dýpka andlegan skilning.

Hægt er að blanda bollann sinn á einfaldan hátt, bara með kakói og heitu vatni en við mælum með að hita vatnið ekki að suðu, 60 gráður er gott hitastig til að viðhalda öllum góðum eiginleikum kakósins. Til að bragðbæta og auka virkni bollans er hægt að nota:

  • Kókosrjómaduft til að mýkja og sæta örlítið
  • Döðlu, hunang eða hlynsíróp til að sæta ef þarf. Við mælum með að reyna að sæta sem minnst upp á blóðsykur að gera. Eftir nokkra bolla fer bragðið að venjast, auk þess sem kakó dregur úr sætulöngun. 
  • Jurtamjólk í stað vatns til að gera bollann matmeiri. Athygli skal vakin á því að kúamjólkurafurðir draga úr virkni kakóbaunarinnar. 
  • Ýmsa ofurfæðu til að gera bollann að enn meiri súperbolla, t.d. maca, ashwagandha, túrmerik, reishi, chaga, lion's mane, shiitake, cordyceps, collagen, rós, mucuna pruriens...
  • Chili eða kanil til að bragðbæta. 
  • Notaðu ímyndunaraflið og prófaðu þig áfram til að finna þinn fullkomna bolla. Hann getur síðan tekið breytingum, allt eftir þínum þörfum. 


Hér eru nokkrar uppskriftir sem hægt er að breyta og bæta að vild.

Aðferð 1:
Hitaðu ca. hálfan bolla af vatni og passaðu að það sjóði ekki en ef vatnið er of heitt tapast mikilvægi efni úr kakóinu. Settu 20 grömm af kakói í blandara og bættu vatninu við. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Aðferð 2:
Saxaðu 20 grömm, um tvær matskeiðar, og bættu því ásamt hálfum bolla af köldu vatni í pott, leyfðu að hitna vel án þess að suðan komi upp. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Kakó collagen prótein latté - uppskrift frá Ásdísi Rögnu grasalækni
1 bolli heitt kaffi eða heitt vatn
Dass af möndlumjólk
1/2 tsk kanill
1/2-1 msk kakó
3-5 dropar English toffee stevía frá Now
1 mæliskeið Collagen duft
1/2 msk chia fræ
1 tsk - 1/2 msk smjör eða MCT olía

Hráefni er sett í blender og drekka svo í botn!

Skotheldur bolli frá Maríu Kristu ketósnilling 

2 mæliskeiðar Collagen
20g kakó
1 stór bolli sterkt kaffi
15 g saltlaust smjör
15 g MCT olía með Vanillu Hazelnut bragði
3-4 dropar stevía French Vanilla

Blanda öllu saman í blandara og njóta.

Kynntu þér töfra kakósins. Pantanir í vefverslun er hægt að sækja á Dropp staði víðsvegar um landið og fá heimsent. Kynntu þér sendingarleiðarnar hér. Ef þú pantar fyrir meira en 15.000 krónur færðu sent frítt með Dropp. Einnig er hægt að kaupa kakó í HeilsuhúsinuEKOhúsinu í Síðumúla 11, Ljósheimum í Borgartúni 3 og ilmandi kakóbolla að hætti systra í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1. Heilsaðu upp á hjartað þitt.