Hvað er kakó?

Dalileo kakóið frá Gvatemala er svokallað “ceremonial grade cacao" criollo kakó. Hreint kakó inniheldur eitt mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim góðu efnum sem kakóið hefur að geyma. 

Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.

Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 4200 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.

Dalileo kakóið sem boðið er til sölu hér er "single origin", kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar. Kakóbaunirnar eru gerjaðar í sedrusviðarkössum og sólþurrkaðar eftir gerjun. Þær eru síðan léttristaðar, skurnin tekin af þeim og kakóið malað í massa sem harðnar. Kakómassinn viðheldur náttúrulegu fitumagni og mjúk vinnslan varðveitir mikilvæg næringarefni sem annars tapast eftir því sem kakóbaunin er meira unnin og meiri hiti notaður við vinnslu.

Kynntu þér töfra kakósins. Pantanir í vefverslun er hægt að sækja á Dropp staði víðsvegar um landið og fá heimsent. Kynntu þér sendingarleiðarnar hér. Ef þú pantar fyrir meira en 15.000 krónur færðu sent frítt með Dropp. Einnig er hægt að kaupa kakó í Heilsuhúsinu,  EKOhúsinu í Síðumúla 11Ljósheimum í Borgartúni 3 og ilmandi kakóbolla að hætti systra í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1. Heilsaðu upp á hjartað þitt.



Umsagnir frá kakóunnendum:

“Ég var spenntur þegar Kamilla kom til baka úr fyrstu ferðinni sinni frá Gvatemala. Það var einhver breyting sem mér fannst svo eftirsóknarverð. Ég settist á móti henni og drakk minn fyrsta bolla. Bragðið var sérstakt en ég drakk meira. Strax á þriðja sopa hafði kakóið tekið breytingum, áferð, lykt og bragð var orðið annað. Ég fann strax hvaða hreinleika varan hafði upp á að bjóða, líkt og náttúran sjálf væri að laga sig að mér eftir því sem ég drykki meira. Síðan þá höfum við kynnst hvort öðru betur, ég og kakóið, það hefur reynst mér mikill aðstoð í minni andlegu og líkamlegu vinnu sem ég fór í á sama tíma. Núna er kakóið orðið hluti af mínu lífi og fyrir það er ég þakklátur.”
-Guðlaugur Kristmundsson

“Ég er svo þakklát kakói því þegar ég fæ mér kakó á ég alltaf gæðastund með sjálfri mér. Stundum örstutta og stundum lengri. Um leið og ég nýti þetta dásamlega hjartastyrkjandi kakó til að skerpa einbeitingu mína og ímyndunarafl hefur kakóið tengt mig betur við innsæið mitt og gefið kjarki mínum kraft. Kakó gefur jafnvægi og ró.”
-Kristín Kristjánsdóttir

“Ég var svo heppinn að fyrir sex árum bauð Kamilla mér upp á bolla af þessum eðaldrykk. Mér fannst hann frekar beiskur en vandist bragðinu þó fljótt og fann að bæði líkami og andi hafði gott af þessu, mikið gott. Nú þegar ég hugsa til baka kemur í ljós að ég hef verið laus við allar umgangspestir sem ég áður var í áskrift af. Ótrúlegur drykkur.”
-Ingibergur Kristinsson

“Að njóta þess að drekka kakóbolla og sækja kakóhugleiðslur hjá Kamillu hefur gefið mér ómetanleg augnablik inn í hversdaginn undanfarið ár, augnablik þar sem ég næ að tengjast líkama mínum, visku hans og innsæi á dýpri hátt. Ég finn hvernig kakóið hefur hjálpað mér að finna aukna ró og einbeitingu og hvernig ég er tengdari kjarna mínum í hversdeginum. Hvort sem það er í góðum hóp í kakóathöfn hjá Kamillu eða heima í góðu tómi færir kakóbollinn alltaf ákveðna helgiró inn í daginn, slíkri ró held ég að við þurfum meira og meira á að halda inn í hversdaginn sem einkennist af svo miklum hraða og spennu hjá mörgum í dag.”
-Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

“Kakóið er hrein dásemd fyrir mig. Ég fæ mér kakó á kvöldin en það hjálpar mér að sofa vel, veitir mér frið í sál og líkama. Oft þegar ég hugleiði fæ ég mér kakó og næ þá dýpri slökun og get hugleitt lengur. Kakóið er mér nauðsynlegt að drekka þegar ég er undir álagi og mæli ég eindregið með kakó frá Gvatemala.
-Bylgja Þorvarðardóttir