Handunnin reykelsi frá Cusco í Perú úr blöndu af palo santo, wiracoa og furu. Ilmurinn er dásamlegur og þessi blanda notuð í athöfnum sem tengjast elementum náttúrunnar.
Palo Santo er helgur viður og talinn hreinsa neikvæða orku. Wiracoa er notað til að tengjast orku og anda eldsins, hreinsa og hækka tíðni rýmis. Kvoðan úr furu er hreinsandi og endurnærandi og talin koma jafnvægi á orku og ýta undir góð samskipti.
Í pakkanum eru sex reykelsi sem best er að brjóta í sundur og brenna lítinn bút í einu.
Pantanir í vefverslun er hægt að sækja á Dropp staði víðsvegar um landið og fá heimsent. Kynntu þér sendingarleiðarnar hér. Ef þú pantar fyrir meira en 15.000 krónur færðu sent frítt með Dropp.